Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 14. mars 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Ragnar Leósson í Kára (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Ragnar Leósson mun taka slaginn með Kára í 2. deildinni í sumar en hann kemur til félagsins frá ÍA.

Þessi 27 ára miðjumaður hefur komið víða við á ferli sínum en stærstan hluta ferilsins hefur hann þó leikið með ÍA.

Ragnar lék með ÍA síðasta sumar og spilað átján leiki fyrir félagið. Sumarið áður var hann hjá Leikni R. og lék alla 22 leikina í Inkasso-deildinni það sumarið.

Hann hefur einnig spilað með ÍBV, HK og Fjölni. Ragnar á að baki sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Kári endaði í 5. sæti 2. deildarinnar síðasta sumar en liðið var lengi vel í baráttu um að komast í Inkasso-deildina. Það lokum var það Afturelding og Grótta sem að fór upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner