Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. júlí 2018 12:59
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull framlengir við Breiðablik (Staðfest)
Gunnleifur í leik með Blikum í dag.
Gunnleifur í leik með Blikum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla heldur upp á 43 ára afmæli sitt í dag.

Hann heldur upp á daginn með stæl því í hádeginu í dag skrifaði hann undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Breiðablik og spilar því með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar í það minnta, 44 ára að aldri.

Gunnleifur gekk til liðs við Breiðablik árið 2013 frá FH eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu.

Hann hefur þá leikið 26 landsleiki fyrir hönd íslenska landsliðsins og samtals spilað 434 leiki með meistaraflokki á ferlinum. Hann hefur einu sinni skorað og var það með HK í 2. deildinni árið 2002.

Við óskum Gunnleifi bæði til hamingju með afmælið og samninginn við Breiðablik.

Athugasemdir
banner
banner
banner