Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 14. júlí 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Sarri tekinn við Chelsea (Staðfest)
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri.
Mynd: Chelsea
Maurizio Sarri hefur verið ráðinn stjóri Chelsea en félagið staðfesti þetta í dag. Sarri skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Hinn 59 ára gamli Sarri tekur við af Antonio Conte sem var rekinn í gær eftir tvö ár hjá Chelsea.

Sarri endaði í öðru sæti með Napoli í Serie A á síðasta tímabili en ráðning hans hjá Chelsea hefur legið í loftinu í nokkra mánuði.

„Þetta er spennandi nýr kafli á ferli mínum," sagði Sarri eftir undirskrift.

„Ég vona að við getum spilað skemmtilegan fótbolta fyrir stuðningsmenn okkur og við getum barist um titla í lok tímabilsins. Félagið verðskuldar það."

Sarri er þrettándi stjórinn sem er ráðin til Chelsea síðan Roman Abramovich keypti félagið árið 2003.

Athugasemdir
banner
banner
banner