Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Bjarna tekur við Hamri (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Bjarnason er nýr þjálfari meistaraflokks Hamars og er hann búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Jóhann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Selfossi undanfarin þrjú ár og var þar áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu og þjálfari Árborgar.

Jóhann hefur áður þjálfað yngri flokka Hamars og á hann yfir 100 leiki að baki fyrir Árborg á ferlinum.

„Meistaraflokkur hefur strax hafið undirbúningstímabil fyrir komandi átök næsta sumar og mun liðið taka þátt í æfingamóti fyrir áramót og spila þar þrjá leiki," segir í færslu frá Hamri á Facebook.

„Þéttur kjarni af leikmönnum er til staðar sem félagið ætlar að hlúa vel að og munu þeir fá tækifæri til að bæta sig sem leikmenn í góðri þjálfun og umgjörð nýrrar stjórnar við heimsklassa knattspyrnuaðstæður í Hveragerði."

Hamar fékk 24 stig úr 14 leikjum í A-riðli 4. deildar karla í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner