Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 14. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Velazquez rekinn frá Udinese - Nicola tekur við (Staðfest)
Davide Nicola hjólaði 1300 kílómetra til að fagna þegar Crotone bjargaði sér frá falli í fyrra.
Davide Nicola hjólaði 1300 kílómetra til að fagna þegar Crotone bjargaði sér frá falli í fyrra.
Mynd: Getty Images
Udinese er búið að reka þjálfarann Julio Velazquez frá félaginu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu.

Velazquez var ráðinn til félagsins í byrjun júní og entist því í rétt rúma fimm mánuði. Davide Nicola tekur við af honum.

Starfsteymi Velazquez var rekið með honum en það verður áhugavert að sjá hvernig Nicola mun vegna í nýju starfi.

Hann gerði garðinn frægan þegar hann bjargaði Crotone frá falli úr Serie A tímabilið 2016-17 en var rekinn hálfu ári síðar og hefur ekki stýrt félagi síðan.

Udinese er aðeins með níu stig eftir tólf fyrstu umferðirnar í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner