Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. desember 2018 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Chante Sandiford í Hauka (Staðfest)
Mynd: Haukar
Markvörðurinn Chante Sherese Sandiford er gengin til liðs við Hauka frá norska félaginu Avaldsnes.

Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið en á heimasíðu Hauka segir að félagið sé að stíga stórt skref í uppbyggingu meistaraflokks kvenna með komu Chante.

Chante er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnug en hún lék með Selfossi í þrjú tímabil og bar til að mynda fyrirliðabandið um stund.

„Með komu Chanté til Hauka erum við ekki einungis að fá frábæran markvörð heldur erum við að eignast mikinn leiðtoga og sterkan karakter," segir Jakob Leó Bjarnason þjálfari Hauka.

„Hún mun koma til með að hjálpa öðrum leikmönnum að bæta sig, ásamt því að styrkja varnarleik liðsins til muna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner