Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó um Hannes: Veit ekki hvernig svona mál ganga fyrir sig
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gaf landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni, frí til að fara í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar á Ítalíu.

Hannes meiddist í upphitun fyrir landsleik Íslands og Tyrklands á þriðjudaginn. Hann gat því ekki spilað með Val í 5-1 sigrinum á ÍBV í Pepsi Max-deildinni í dag.

Hannes fékk væga tognun í upphitun fyrir leikinn á þriðjudaginn og hefur verið stífur aftan í allri hægri hliðinni síðustu viku.

Það stóð ekki til að Hannes myndi komast í brúðkaupið áður en hann meiddist.

„Það stóð nú ekki til að fara en úr því að þetta gerðist þá settist ég niður með Óla og hann hvatti mig til þess að taka mér nokkra daga pásu og skella mér," sagði Hannes við Fótbolta.net.

Óli Jó, þjálfari Vals, fór í viðtal við Vísi/Stöð 2 Sport eftir leikinn í dag. Viðtalið var sýnt í Pepsi Max-mörkunum í kvöld.

„ Ég hef ekki hugmynd hvenær hann tognaði," sagði lítt spenntur Ólafur í viðtalinu.

Þegar hann var síðan spurður að því hvort það hefði ekki verið betra ef Hannes hefði verið áfram á Íslandi með sjúkraþjálfurum Vals í staðinn fyrir að fara í frí, þá sagði Óli:

„Ég þekki það ekki. Ég þekki ekki hvernig svona mál ganga fyrir sig."

Atli Viðar Björnsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar í Pepsi Max-mörkunum í kvöld. Þeir voru báðir á því að þeir hefðu ekki farið í brúðkaupið ef þeir hefðu verið í sömu stöðu og Hannes, sérstaklega í ljósi þess hvernig gengi Vals hefur verið í upphafi móts.

„Mér finnst hann setja Óla í rosalega erfiða stöðu með því að fara. Að fara og setja myndir á Instagram, mér finnst hann gera Óla og Val sem félagi óleik," sagði Atli Viðar.

View this post on Instagram

Wedding pre-party 🇮🇹☀️ #lexasig

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner