Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland er Heimsmeistari í fótbolta
Frakkland er í annað sinn Heimsmeistari. Síðasti titill kom 1998 á heimavelli.
Frakkland er í annað sinn Heimsmeistari. Síðasti titill kom 1998 á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Pitana dæmdi umdeilda vítaspyrnu.
Pitana dæmdi umdeilda vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Mbappe er að stimpla sig inn sem einn af bestu leikmönnum í heimi.
Mbappe er að stimpla sig inn sem einn af bestu leikmönnum í heimi.
Mynd: Getty Images
Frakkland 4 - 2 Króatía
1-0 Mario Mandzukic ('18 , sjálfsmark)
1-1 Ivan Perisic ('28 )
2-1 Antoine Griezmann ('38 , víti)
3-1 Paul Pogba ('59 )
4-1 Kylian Mbappe ('65 )
4-2 Mario Mandzukic ('69 )

Frakkland er Heimsmeistari í fótbolta í annað skipti eftir sigur á Króatíu í úrslitaleik sem var hreint út sagt mögnuð skemmtun. Heimsmeistaramótinu í Rússlandi er lokið.

Fyrri hálfleikur sem hafði flestallt
Króatar voru kraftmeiri til að byrja með en Frakkar eru klókir og það voru þeir sem náðu forystunni þegar Mario Mandzukic skoraði sjálfsmark eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann á 18. mínútu.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Mandzukic en hann er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora sjálfsmark í úrslitaleik HM.


Króatar hafa aldrei gefist upp á þessu móti og þeir voru ekki að fara að byrja þarna. Þeir jöfnuðu á 28. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði fallegt mark.

Perisic var þarna hetjan í Króatíu en skömmu seinna breyttist hann í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Boltinn fór í hendi hans innan teigs og Nestor Pitana, eftir að hafa litið á atvikið á myndbandi, dæmdi víti.

Dómurinn þótti umdeildur og eru skiptar skoðanir á honum.

Antoine Griezmann fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Hann sá til þess að Frakkar leiddu 2-1 í hálfleik.

Smelltu hér til að sjá myndband af vítaspyrnudómnum.

Frakkar kláruðu dæmið í seinni hálfleik
Þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleiknum særði Paul Pogba króatísk hjörtu er hann kom Frakklandi í 3-1 með flottu marki. Stuttu síðar bætti örugglega besti maður mótsins, hinn 19 ára gamli Kylian Mbappe, við öðru marki og þar með voru úrslitin ráðin.

Hugo Lloris ákvað hins vegar að gefa Króötum tækifæri til að komast inn í leikinn þegar hann gaf Mario Mandzukic mark á 69. mínútu. Króatía koms hins vegar ekki lengra.

Frakkland er Heimsmeistari 2018!

Hvað þýða úrslitin?
Frakkland er Heimsmeistari (Staðfest) en Króatar geta verið ótrúlega stoltir af sínum árangri á þessu móti.

Þessu frábæra HM er lokið.


Athugasemdir
banner
banner
banner