Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 10:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Felipe Anderson dýrastur í sögu West Ham (Staðfest)
Anderson er kominn til West Ham.
Anderson er kominn til West Ham.
Mynd: Getty Images
Það er alvöru metnaður hjá West Ham fyrir komandi tímabil. Félagið var að landa Brasilímanninum Felipe Anderson frá Lazio fyrir 36 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Kaupverðið fyrir hinn 25 ára gamla Anderson gæti hækkað upp í 41,5 milljónir punda með tímanum. Hann kemur frá Lazio þar sem hann spilaði 177 leiki og skoraði 34 mörk. Hann var hluti af landsliði Brasilíu sem sigraði á Ólympíuleikunum 2016.

Anderson tekur fram úr varnarmanninum Issa Diop yfir dýrustu leikmenn í sögu félagsins. Diop, 21 árs, var fyrr í sumar keyptur frá Toulouse fyrir 22 milljónir punda.

Anderson, sjöundi leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar, skrifaði undir fjögurra ára samning.

„West Ham er félag með mikla hefð. Margir frábærir leikmenn hafa spilað hér, eins og Bobby Moore, Carlos Tevez og Di Canio," sagði Brasilíumaðurinn. „Kannski get ég orðið goðsögn hérna líka - þetta er draumur að rætast."

West Ham hefur stykt hópinn vel í sumar eftir að Manuel Pellegrini tók við stjórnartaumunum. Andriy Yarmolenko, Fabian Balbuena, Jack Wilshere, Issa Diop, Lukasz Fabianski og Ryan Fredericks hafa allir samið við West Ham ásamt Anderson.



Athugasemdir
banner