Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 15. júlí 2018 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KA fær Tufa frá Víkingum (Staðfest)
Tufa í leik gegn KA.
Tufa í leik gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA var að næla sér í leikmann fyrir átökin sem framundan eru í Pepsi-deild karla. Vladimir Tufegdzic, betur þekktur sem Tufa, er kominn til félagsins frá Víkingi. Tufa mun spila undir stjórn Túfa hjá þeim gulklæddu á Akureyri.

Hann mun leika með KA út þetta leiktímabil.

„Þessi 27 ára gamli Serbi mun gefa sóknarlínu KA meiri breidd og er mikil ánægja með komu hans hingað norður," segir á heimasíðu KA í morgunsárið.

Tufa er framherji sem hefur leikið á Íslandi frá 2015. Hann lék alls 60 leiki fyrir Víking og skoraði 18 mörk.

Fyrir komu hans til Íslands lék hann með serbnesku liðunum Metalac Trgovacki, Macva Sabac, Novi Sad, OFK Beograd, Vozdovac, Sloga Petrovac na Mlavi, Donji Srem, Sindelic Beograd, Zemun sem og Makedónska liðinu Gorno Lisiče.

Félagaskiptaglugginn er núna opinn og er Tufa orðinn löglegur með KA-mönnum nú þegar. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik eftir nákvæmlega viku þegar KA fær Fylki í heimsókn.

Tufa er búinn að spila sjö leiki í Pepsi-deildinni í sumar en hann var í vonbrigðaliði fyrri hluta Pepsi-deildarinnar hér á Fótbolta.net.

Vonandi fyrir KA mætir hann af krafti til Akureyrar, en KA er sem stendur í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner