fim 15. ágúst 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandsvinurinn Borja Iglesias til Betis (Staðfest)
Borja Iglesias í leik á Samsung vellinum í Garðabæ.
Borja Iglesias í leik á Samsung vellinum í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsvinurinn Borja Iglesias var að yfirgefa Espanyol og ganga í raðir Real Betis.

Borja er sóknarmaður sem skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum gegn Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. Espanyol vann einvígið 7-1 samanlagt.

Þorri Geir Rúnarsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk treyjuna hjá Borja eftir seinni leik liðanna í Garðabæ.

Hann verður núna liðsfélagi Nabil Fekir hjá Betis en hann skrifar undir fimm ára samning við félagið. Hann kostar 28 milljónir evra og er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins á eftir Brasilíumanninum Denilson sem var á sínum tíma dýrasti leikmaður í heimi.

Borja Iglesias er 28 ára gamall, en hann skoraði 20 mörk í 43 keppnisleikjum á síðustu leiktíð.

Á síðasta tímabili hafnaði Betis í tíunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Espanyol endaði í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner