Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. nóvember 2018 14:40
Arnar Helgi Magnússon
VAR í ensku úrvalsdeildinni frá og með næstu leiktíð (Staðfest)
Craig Pawson mun nota VAR í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Craig Pawson mun nota VAR í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni frá og með næstu leiktíð. Þetta var staðfest í dag en kosið var um ákvörðunina á meðal liðanna í deildinni.

Á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar var stuðst við VAR (Video Assistant Referees) og þótti það heppnast frábærlega.

Notast hefur verið við VAR í völdum leikjum enska deildarbikarsins sem og FA-bikarkeppninnar.

Formleg beiðni fyrir þessu verður nú send inn á borð FIFA þar sem að sambandið samþykkir að öllum líkindum þessa breytingartillögu.

Það var í apríl á þessu ári sem að félögin í deildinni höfnuðu þeirri tillögu að taka upp VAR en ljóst er að afstaða liðanna hefur breyst á stuttum tíma.

Nokkur umdeild atvik hafa komið upp á leiktíðinni þar sem að þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn hafa tjáð sig eftir leikina og kallað eftir VAR.

Það þarf ekki að leita lengra en aftur í síðusu umferð ensku deildarinnar þegar Fulham skoraði mark á móti Liverpool sem hefði mögulega fengið að standa með VAR.






Athugasemdir
banner