Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Caulker farinn til Tyrklands (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Steven Caulker er genginn í raðir tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Alanyaspor.

Hinn 27 ára gamli Caulker skrifar undir samning út tímabilið. Alanyaspor er í fallbaráttu, en liðið er sem stendur í 14. sæti deildarinnar.

Caulker hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Dundee í Skotlandi síðasta sumar. Hann æfði með Aston Villa og Arsenal Kiev í Úkraínu, en fékk ekki samning þar.

Caulker, sem ólst upp hjá Tottenham, hefur komið víða við á ferlinum. Hann ólst upp hjá Tottenham en hefur einnig spilað með liðum eins og Cardiff og QPR. Hann var lánaður til Liverpool í janúar 2016 og spilaði þar þrjá leiki sem sóknarmaður.

Sjá einnig:
Caulker opnar sig um andleg veikindi, spila- og drykkjuvandamál
Athugasemdir
banner