Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 16. mars 2019 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Essien til Aserbaídsjan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Michael Essien, fyrrum miðjumaður Chelsea, er mættur til Aserbaídsjan þar sem hann mun spila með Sabail FK. Liðið leikur í efstu deild í Aserbaídsjan.

Hinn 36 ára gamli Essien skrifar undir samning til maí 2020 og verður hann einnig í þjálfarateymi U19 liðs félagsins.

Essien hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Persib Bandung, sem er frá Indónesíu, á síðasta ári.

Essien er frá Gana og hefur leikið með stórliðum á borð við Chelsea, Real Madrid og AC Milan á sínum ferli.

Sabail er í höfuðborginni Bakú og hafnaði í sjöunda sæti efstu deildar á síðustu leiktíð. Félagið var stofnað fyrir þremur árum. Sabail er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, 14 stigum á eftir Qarabag. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Qarabag.
Athugasemdir
banner
banner
banner