Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. mars 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tveir erlendir leikmenn í ÍR (Staðfest)
Andre Solorzano og Facu Scurti
Andre Solorzano og Facu Scurti
Mynd: Heimasíða ÍR
Knattspyrnudeild ÍR samdi í gær við Andre Solorzano og Facu Scurti en þeir leika með liðinu út tímabilið.

ÍR-ingar féllu úr Inkasso-deildinni síðasta sumar og er að styrkja sig fyrir komandi átök í 2. deildinni en liðið stefnir beint upp aftur.

Liðið hefur síðustu vikur verið með tvo leikmenn á reynslu en það eru þeir Andre Solorzano og Facu Scurti.

Andre er 25 ára gamall og kemur frá Gvatemala og hefur leikið á Spáni síðustu þrjú ár.

Facu er 21 árs gamall sóknarmaður frá Argentínu og eins og Andre þá hefur hann spilað á Spáni síðustu ár.

Þeir gera samning út tímabilið en Facu er nú þegar kominn með leikheimild á meðan Andre neyðist til að hinkra aðeins eftir heimildinni.
Athugasemdir
banner