Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James Mack til liðs við Vestra (Staðfest)
James Mack er kominn í Vestra.
James Mack er kominn í Vestra.
Mynd: Vestri
Vestri gekk frá samningum við kantmanninn James Mack um helgina. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins.

Mack er 29 ára Bandaríkjamaður sem hefur undanfarin tvö ár spilað með Selfossi í Inkasso-deildinni. Hann hefur skorað 18 mörk í 52 leikjum fyrir Selfoss síðastliðin tvö ár.

Í fyrra gerði hann sjö mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni.

James er annar leikmaðurinn sem kemur til Vestra frá Selfossi fyrir þetta tímabil, en Andy Pew kom einnig þaðan. Andy Pew verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Vestra í sumar en þjálfari liðsins er hinn reynslumikli Bjarni Jóhannsson.

Vestri, sem er í 2. deild, fór áfram í Mjólkurbikarnum um helgina með 18-2 sigri á Kóngunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner