banner
   mið 16. maí 2018 08:47
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce rekinn frá Everton (Staðfest)
Leik lokið.
Leik lokið.
Mynd: Getty Images
Everton hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sam Allardyce hafi veri rekinn frá félaginu. Gylfi Þór Sigurðsson fær því nýjan knattspyrnustjóra í sumar.

Sam tók við Everton af Ronald Koeman í nóvember en þá var liðið í fallbaráttu. Everton klifraði upp töfluna undir stjórn Sam og endaði í 8. sæti.

„Fyrir hönd forrmannsins, stjórnarinnar og herra Moshiri (eiganda Everton) þá vil ég þakka Sam fyrir starfi ðsem hann hefur unnið hjá Everton undanfarna sjö mánuði. Sam kom inn á erfiðum tímum á síðasta tímabili og gaf okkur stöðugleika. Fyrir það er ég þakklátur," sagði Denise Barrett-Baxendale fyrir hönd Everton.

„Við höfum hins vegar ákveðið að sem hluti af langtímaáætlunum þá ætlum við að ráða nýjan stjóra í sumar og hefjum við leit að honum samstundis."

„Við viljum koma því skýrt á framfæri að við þökkum Sam fyrir vinnu hans hjá okkur undanfarna mánuði og óskum honum velfarnaðar í framtíiðnni."


Líklegast þykir að Marco Silva, fyrrum stjóri Watford og Hull, taki við everton í sumar.

Everton reyndi að fá Silva frá Watford áður en Allardyce var ráðinn í nóvember en árangurs. Everton bauð Watford tólf milljónir punda fyrir þjónustu Silva en því var hafnað. Silva var rekinn frá Watford nokkrum vikum seinna eftir dapurt gengi.



Athugasemdir
banner
banner