lau 16. júní 2018 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona braut reglur á leik Íslands og Argentínu
Icelandair
Maradona er ein mesta goðsögn í sögu fótboltans.
Maradona er ein mesta goðsögn í sögu fótboltans.
Mynd: Getty Images
Seinni hálfleikur var að hefjast í leik Argentínu og Íslands í riðlakeppninni á HM í Rússlandi. Staðan er 1-1. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Diego Maradona, einn besti leikmaður sögunnar sem vann HM með Argentínu 1986, er á leiknum.

Í fyrri hálfleik náðist mynd af honum á vellinum, upp í stúku að reykja einn stóran vindil, en þarna er Maradona að fara gegn reglum FIFA.

Samkvæmt reglunum er bannað að reykja inn á vellinum. Spurning hvort einhver hafi bent Maradona á þetta.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner