Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham búið að selja Fernandes og Lucas Perez (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það eru talsverðar breytingar í gangi í herbúðum West Ham fyrir komandi tímabil í enska boltanum.

West Ham er eitt þeirra félaga sem eru að keppast við að mynda sem sterkastan leikmannahóp fyrir tímabilið. Framundan er mikil harka þar sem gríðarlega mörg félög mæta inn í tímabilið með sama markmið; að ná Evrópudeildarsæti.

Andy Carroll, Samir Nasri og Adrian runnu út á samning og fara á frjálsri sölu en Hamrarnir eru einnig búnir að selja tvo leikmenn.

Lucas Perez er annar þeirra. Hann er þrítugur framherji sem fann sig aldrei í enska boltanum en hann stoppaði við hjá Arsenal áður en hann hélt til West Ham. Perez er farinn til Alaves fyrir 2 milljónir punda eftir að hafa verið keyptur fyrir 4 milljónir síðasta sumar.

Hinn er Edimilson Fernandes, 23 ára miðjumaður sem á 42 leiki að baki með West Ham í úrvalsdeildinni. Fernandes spilaði 29 leiki að láni hjá Fiorentina á síðasta tímabili en nú heldur hann í þýska boltann, til Mainz.

Mainz greiðir 9 milljónir evra og skrifar Fernandes undir fjögurra ára samning. Hann á 8 leiki að bak fyrir A-landslið Sviss.
Athugasemdir
banner
banner