Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 16. júlí 2020 22:54
Birna Rún Erlendsdóttir
Magnús Örn: Einfaldir hlutir voru að klikka
Grótta tapaði 2-0 fyrir Tindastól í Lengjudeild kvenna í kvöld
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur. Fannst við eiga fína möguleika í leiknum og það var ýmislegt sem vantaði en við gerðum margt vel og þegar upp er staðið þá er ég svekktur yfir að hafa tapað leiknum.“ Sagði Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu eftir 2-0 tap á móti Tindastól í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  2 Tindastóll

“Við komum okkur sennilega of sjaldan að vítateignum hjá þeim, jú sköpuðum eitthver færi, mark dæmt af okkur, skutum í slánna, en já við hefðum bara getað spilað aðeins betri fótbolta.“

„Eins og við lögðum leikinn upp varnarlega þá voru stelpurnar alveg til fyrirmyndar og það voru allir að hlaupa, allir að berjast og við reyndum að koma okkur inn í leikinn alveg þangað til að dómarinn flautaði af, þannig það er bara frábært og klárlega eitthvað til að byggja á.“


Á 72.mínutu skullu fyrirliðar liðanna saman. Tinna lá eftir á gervigrasinu og fór strax út af.

„Sjúkraþjálfarinn er aðeins búinn að taka stöðuna og við í rauninni vitum ekkert fyrr en bara um helgina. Við vitum kanski lítið en það varð að gera skiptingu.“

Grótta tekur á móti Haukum í næstu umferð og segir Magnús að Haukar eru með eitt af betri liðum deildarinnar.

„Við þurfum að eiga okkar besta leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Vonandi bara náum við því og þá eru klárlega möguleikar í stöðunni.“

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.





Athugasemdir
banner
banner
banner