Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Harry Wilson lánaður til Derby (Staðfest)
Wilson í leik með Liverpool.
Wilson í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, nýráðinn knattspyrnustjóri Derby County er byrjaður að styrkja hóp sinn fyrir næsta tímabil og fékk tvo unga og efnilega leikmenn til liðs við sig í dag.

Harry Wilson, leikmaður Liverpool kemur til Derby County á láni út tímabilið. Þessi Velski kantmaður var á láni hjá Hull City á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum.

Þá er Mason Mount, leikmaður Chelsea einnig kominn á lán til Derby. Mount eyddi síðasta tímabili á láni hjá Vitesse í Hollandi en mun nú spreyta sig í Championship deildinni.

Wilson hefur verið viðriðinn aðallið Liverpool síðustu tímabil en vonast eftir því að fá meiri spilatíma undir stjórn Lampard hjá Derby County. Það verður spennandi að fylgjast með Derby County í vetur en þetta er fyrsta knattspyrnustjórastarf Lampard á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner