þri 17. júlí 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rhian Brewster skrifar undir langtímasamning (Staðfest)
Við munum vonandi sjá Brewster í liði Klopp í vetur.
Við munum vonandi sjá Brewster í liði Klopp í vetur.
Mynd: Getty Images
Rhian Brewster hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool sem heldur honum á Anfield til ársins 2023.

Framtíð hins stórefnilega framherja hefur verið nokkuð óljós en Brewster hefur nú bundið enda á þær vangaveltur með því að skrifa undir atvinnumannasamning.

Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur hafnað áhugasömum félögum á borð við Borussia Monchengladbach og RB Leipzig til þess að vera áfram hjá Liverpool. Hann mun vera hluti af hópnum hjá Klopp á þessu tímabili.

Þetta er frábært. Ég hef viljað gera þetta í mjög langan tíma og ég held að þetta sé rétta augnablikið fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég hlakka til þess að komast í mitt besta form og spila nokkra leiki,” sagði Brewster.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner