þri 17. júlí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Panama hættur (Staðfest)
Gomez er hér fyrir miðju.
Gomez er hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Hernan Dario Gomez, þjálfari Panama hefur sagt upp störfum eftir að hafa leitt landsliðið á sitt fyrsta heimsmeistaramót.

Panama endaði í botnsæti G-riðils eftir að hafa tapað öllum leikjunum í Rússlandi, þar á meðal 6-1 tapi gegn Englandi.

Gomez sem er frá Kólumbíu leiddi land sitt á HM 1998 og Ekvador árið 2002. Hann mun nú taka við þjálfarastarfinu hjá Ekvador á nýjan leik eftir að hafa stýrt landsliði Panama frá árinu 2014.

Það er kominn tími á þá erfðu athöfn að hreyfa fæturnar frá þeim stað sem ég setti hjartað,” sagði dramatískur Gomez.

Rússland 2018 var byrjunin. Ég uppfyllti loforð mitt um að taka Panama á sitt fyrsta heimsmeistaramót og það mun vera eftir í hjarta mínu og allra íbúa Panama fyrir lífstíð. ”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner