mið 17. júlí 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma fær Mancini á láni frá Atalanta (Staðfest)
Mancini í leik með U21 árs liði Ítalíu í sumar.
Mancini í leik með U21 árs liði Ítalíu í sumar.
Mynd: Getty Images
Roma hefur verið í leit að miðverði til að fylla í skarðið sem Kostas Manolas skilur eftir sig en Manolas gekk á dögunum í raðir Napoli.

Roma hefur mikið verið orðað við Toby Alderweireld, miðvörð Tottenham og þá hefur nafn Gianluca Mancini, sem er á mála hjá Atalanta, einnig borið á góma.

Roma staðfesti í dag að Mancini er genginn í raðir félagins á láni út komandi leiktíð. Roma greiðir tvær milljónir evra fyrir lánssamninginn og þarf að greiða 13 milljónir evra til viðbótar ef leikmaðurinn uppfyllir ákveðin skilyrði.

Gera má ráð fyrir að í samningnum sé talað um leikjafjölda og ef Mancini spilar þann leikjafjölda sem um ræðir verður Roma að greiða upphæðina og mun á sama tíma eignast leikmanninn.

Í samningnum er einnig talað um að verðið á Mancini geti hækkað um átta milljónir evra til viðbótar í árangurstengdum gjöldum. Atalanta mun einnig fá tíu prósent af næstu sölu ef leikmaðurinn verður seldur frá Roma.

Mancini lék 30 deildarleiki fyrir Atalanta á síðustu leiktíð og skoraði fimm deildarmörk. Mancini lék fyrr á árinu sína fyrstu tvo landsleiki fyrir Ítalíu. Mancini er 23 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner