Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Edda Garðars verður Nik til aðstoðar hjá Þrótti R. (Staðfest)
Edda Garðarsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi leikmaður íslenska landsliðsins, verður aðstoðarþjálfari Þróttar R. á komandi keppnistímabili.

Edda, sem lék 103 landsleiki fyrir Ísland, hefur verið í fríi frá þjálfun síðustu tvö árin en hún þjálfaði KR tímabilið 2016 og 2017.

Hún verður nú Nik Anthony Chamberlain til aðstoðar hjá Þrótturum en liðið mun leika í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili eftir að liðið vann Inkasso-deildina.

Edda átti glæstan knattspyrnuferil en hún er uppalin í KR. Hún lék einnig með Breiðabliki, Val, Chelsea, Vorup og Örebro.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner