Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Ásgerður Stefanía og Lillý Rut til Vals (Staðfest)
Ásgerður Stefanía
Ásgerður Stefanía
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir eru nú báðar gengnar til liðs við Val.

Lillý Rut er fædd 1997 en hún gerði þriggja ára samning við félagið

Lillý sem er miðvörður, kemur frá Þór/KA og hefur alls leikið 132 meistaraflokksleiki og skorað 9 mörk. Þá á hún að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum. Samningur hennar og Vals tekur gildi frá og með 1. janúar 2019.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skrifaði undir samning við félagið sem gildir til tveggja ára.

Ásgerður er uppalin í Breiðabliki en hún gekk í raðir Stjörnunnar árið 2005. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og þrisvar bikarmeistari.

„Valur fagnar komu þessara frábæru og reyndu leikmanna og væntir mikils af þeim. Þær munu styrkja enn frekar öflugan leikmannahóp Vals," segir í fréttatilkynningu Vals.


Athugasemdir
banner