Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. febrúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Admir Kubat í Reyni S. (Staðfest)
Admir Kubat í leik með Þrótti Vogum sumarið 2017.
Admir Kubat í leik með Þrótti Vogum sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Reynir Sandgerði hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir keppni í 3. deildinni í sumar en varnarmaðurinn Admir Kubat hefur samið við félagið.

Admir hjálpaði Víkingi Ólafsvík að vinna Inkasso-deildina árið 2015 en hann var þá valinn besti leikmaður liðsins.

Þessi 29 ára gamli leikmaður varð fyrir því óláni að slíta krossband veturinn eftir og því fór hann ekki með Ólafsvíkingum í Pepsi-deildina.

Sumarið 2017 kom Admir aftur til Íslands en hann hjálpaði þá Þrótti Vogum upp úr 3. deildinni.

Í kjölfarið samdi Admir við Þór fyrir síðasta tímabil en hann sleit síðan krossband aftur síðastliðinn vetur og missti af öllu síðasta tímabili.

Admir er nú kominn á fulla ferð á nýjan leik og verður með Reynismönnum í 3. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner