mán 18. febrúar 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Ivan Eres í Sindra - Zagurskas aftur í Snæfell (Staðfest)
Eivinas Zagurskas er farinn aftur í Snæfell.  Hann spilaði með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni 2017.
Eivinas Zagurskas er farinn aftur í Snæfell. Hann spilaði með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni 2017.
Mynd: Víkingur Ó.
Sindri hefur fengið liðsstyrk fyrir 3. deildina í sumar en króatíski sóknarmaðurinn Ivan Eres er kominn til félagsins.

Eres spilaði með Huginn síðastliðið sumar og skoraði tvö mörk í nítján leikjum þegar Seyðfirðingar féllu úr 2. deildinni.

Bróðir hans Nedo Eres, spilaði með Sindra árið 2017 en þeir bræður léku báðir með Huginn í fyrra.

Sindri hefur hins vegar misst miðjumanninn Eivinas Zagurskas aftur í Snæfell.

Zagurskas, sem er frá Litháen, spilaði með Sindra síðari hlutann á síðasta tímabili en hann er nú farinn aftur í Snæfell í 4. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner