Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 18. febrúar 2019 14:03
Magnús Már Einarsson
Marcus Johansson í ÍA (Staðfest)
Skagamenn stykrja sig.
Skagamenn stykrja sig.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA hefur fengið sænska varnarmanninn Marcus Johannsson í sínar raðir en hann hefur gengið frá tveggja ára samningi við félagið.

Markus gengur til liðs við ÍA frá Silkeborg í Danmörku. Hann er uppalinn hjá Halmstads BK þar sem hann á 43 leiki að baki.

Marcus, sem er 25 ára, segist afar spenntur fyrir þeim verkefnum sem framundan eru og hlakki mikið til að vinna með Jóhannesi Karl, þjálfara meistaraflokks karla og öllu þjálfarateyminu.

„Við bjóðum Marcus hjartanlega velkominn á Akranes!" segir á heimasíðu ÍA.

Marcus er sjötti leikmaðurinn sem nýliðar ÍA fá í sínar raðir í vetur fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.

Komnir:
Gonzalo Zamorano Leon frá Víkingi Ó.
Jón Gísli Eyland Sveinsson frá Tindastóli
Marcus Johansson frá Silkeborg
Óttar Bjarni Guðmundsson frá Stjörnunni
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Halmstad
Viktor Jónsson frá Þrótti R.

Farnir:
Garðar Bergmann Gunnlaugsson í Val
Vincent Weijl
Athugasemdir
banner
banner