mán 18. febrúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Rafal Stefán til Bournemouth á láni (Staðfest)
Rafal Stefán Daníelsson er kominn til Bournemouth.
Rafal Stefán Daníelsson er kominn til Bournemouth.
Mynd: Aðsend
Enska félagið Bournemouth hefur fengið markvörðinn Rafal Stefán Daníelsson á láni frá Fram en hann fékk leikheimild í Englandi í dag.

Fótbolti.net greindi frá viðræðum á milli félaganna á dögunum og nú eru félagaskiptin í höfn.

Hinn 17 ára gamli Rafal fór til Bournemouth á reynslu í janúar og stóð sig það vel að félagið óskaði eftir að fá hann á láni út tímabil.

Hjá Bournemouth mun Rafal spila með unglinga og varaliðinu fram á vor.

Rafal fór bæði í fyrra og hitteðfyrra til Liverpool á reynslu. Þjálfarar Liverpool tóku eftir Rafal í Liverpool skólanum á Íslandi árið 2017. Rafal hefur mætt árlega í skólann síðan hann var sjö ára gamall og líkað mjög vel. Skólinn er einmitt á dagskrá á Akureyri og Mosfellsbæ í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner