lau 18. maí 2019 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Sylvinho tekur við Lyon (Staðfest) - Juninho ráðinn
Sylvinho á bekknum hjá Inter.
Sylvinho á bekknum hjá Inter.
Mynd: Getty Images
Brasilísku félagarnir Juninho Pernambucano og Sylvinho hafa verið ráðnir í mikilvægar stöður hjá franska félaginu Lyon.

Sylvinho, sem lék meðal annars fyrir Arsenal og Barcelona á ferlinum, er tekinn við sem aðalþjálfari.

Sylvinho hefur meðal annars starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Cruzeiro, Corinthians og Inter frá því að hann lagði skóna á hilluna 2010. Hans síðasta starf var sem aðstoðarþjálfari brasilíska landsliðsins og þjálfari U23 liðs Brasilíu.

Juninho hefur verið ráðinn sem yfirmaður íþróttamála en hann var algjör lykilmaður hjá Lyon þegar liðið vann frönsku deildina sjö ár í röð.

Lyon endar í þriðja sæti frönsku deildarinnar sem gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar. Lyon fer þó beint í riðlakeppnina ef Chelsea vinnur Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner