Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. júlí 2019 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Jon Obi Mikel leggur landsliðsskóna á hilluna (Staðfest)
Jon Obi Mikel og Björn Bergmann Sigurðarson eigast við á HM í Rússlandi á síðasta ári
Jon Obi Mikel og Björn Bergmann Sigurðarson eigast við á HM í Rússlandi á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jon Obi Mikel, fyrirliði nígeríska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hann tilkynnti þetta í dag.

Mikel er 32 ára gamall en hann spilaði fyrsta landsleikinn sinn aðeins 18 ára gamall árið 2005.

Hann lék 89 landsleiki og skoraði 8 mörk en hann hann spilaði á HM árið 2014 og 2018 með Nígeríu.

Hann var fyrirliði nígeríska liðsins á HM á síðasta ári auk þess sem hann var fyrirliði í Afríkukeppninni í ár en lenti í 3. sæti eftir að hafa unnið Túnis í gær, 1-0.

Mikel hefur ákveðið að kalla þetta gott með landsliðinu en hann mun spila með tyrkneska liðinu Trabzonspor næstu tvö árin eftir að hafa samið við félagið í byrjun júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner