Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. júlí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kompany fær Sandler á láni frá City (Staðfest)
Sandler í varaliðsleik í apríl.
Sandler í varaliðsleik í apríl.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, söðlaði um eftir síðustu leiktíð og tók við sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht.

Kompany hefur nú þegar fengið Samir Nasri til liðsins og í gær var tilkynnt um að varnarmaðurinn Philippe Sandler kæmi til liðsins á láni frá Manchester City.

Sandler er 22 ára Hollendingur sem spilar í miðverði. Manchester City fékk hann frá PEC Zwolle í fyrra fyrir um þrjár milljónir evra. Hjá City spilaði hann tvo bikarleiki. Umboðsmaður Sandler er hinn litríki Mino Raiola.

Fyrr í sumar hefur Anderlecht fengið til sín Michel Vlap frá Heerenveen, Landry Dimata frá Wolfsburg og Aristote Nkaka frá KV Oostende.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner