Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ósanngjarnt - Við vorum með Milner, ekki þeir"
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Liverpool voru hressir eftir 3-2 sigur liðsins á Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag. Það var vel fagnað eftir leik.

The Redmen TV er rás á Youtube sem er tileinkuð stuðningsmönnum Liverpool.

Eftir leikinn var birt myndband á rásinni þar sem stemningin eftir leik var fönguð.

Það var sungið og trallað og þá voru menn mjög sáttir með James Milner, sem átti skínandi leik og hefur verið algjörlega frábær það sem af er þessu tímabili.

„Í alvöru talað þá var þessi leikur ósanngjarn. Vitiði af hverju þessi leikur var ósanngjarn? Vegna þess að við vorum með James Milner og þeir ekki," sagði Chris sem hélt um hljóðnemann í myndbandinu.

„Hann gæti verið besti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann séð."

Milner skoraði hæst í einkunnagjöf Daily Mail eftir leikinn.

Hér að neðan má sjá þetta skrautlega myndband.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner