Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. desember 2018 10:39
Magnús Már Einarsson
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho fær 22,5 milljónir punda (um 3,5 milljarða íslenskar krónur) í starsflokasamning hjá Manchester United eftir að hann var rekinn úr starfi í morgun.

Mourinho gerði síðast nýjan samning við Manchester United í janúar á þessu ári.

Sá samningur var til sumarsins 2020 með möguleika á árs framlengingu.

Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Mourinho samtals 22,5 milljónir punda í starfslokasamning en starfslokasamningurinn varð hærri þar sem Manchester United komst upp úr riðlinum í Meistaradeildinni.

Stjórn Manchester United ákvað að reka Mourinho eftir 3-1 tapið gegn Liverpool í fyrradag en liðið er í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu.

Sjá einnig:
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Twitter um Mourinho - Ég kemst í hátíðarskap
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Pogba birti mynd eftir Mourinho frétt - Eyddi henni strax
Carrick og Zidane líklegastir til Man Utd samkvæmt veðbönkum
Álitsgjafar svara - Hver á að taka við Manchester United?
Athugasemdir
banner
banner