þri 18. desember 2018 10:24
Magnús Már Einarsson
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, vill að Mauricio Pochettino verði næsti knattspyrnustjóri félagsins.

Jose Mourinho var rekinn úr starfi í morgun en Manchester United stefnir á að ráða tímabundinn stjóra út tímabilið áður en nýr stjóri verður ráðinn næsta sumar.

„Ég hef verið svo heppinn að eyða tíma á æfingasvæði Tottenham og fyrir mér er hann fullkominn valkostur," sagði Neville í dag.

„Man United hefur reynt stjóra sem hafa unnið Evrópukeppni og þeir hafa reynt sjóra sem hafa unnið mismunandi deildir."

„Mín sýn er sú að þeir þurfi einhvern sem passar við þrjú lykilgildi félagsins og það er að koma ungum strákum að, spila skemmtilegan fótbolta og vinna fótboltaleiki."


Sjá einnig:
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Twitter um Mourinho - Ég kemst í hátíðarskap
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Pogba birti mynd eftir Mourinho frétt - Eyddi henni strax
Carrick og Zidane líklegastir til Man Utd samkvæmt veðbönkum
Álitsgjafar svara - Hver á að taka við Manchester United?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner