Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. febrúar 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Óskar Smári í Álftanes (Staðfest)
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Álftanes
Álftanes hefur fengið liðsstyrk fyrir keppni í 3. deildinni í sumar en kantmaðurinn Óskar Smári Haraldsson er kominn til félagsins frá Tindastóli.

Óskar Smári er uppalinn hjá Tindastóli en hann hefur leikið með liðinu í 2. deildinni undanfarin ár.

Óskar á einnig leiki að baki með Hamri og Drangey en hann hefur samtals skorað fimmtán mörk í 122 deildar og bikarleikjum á ferlinum.

Undanfarnar vikur hefur Óskar spilað með Álfanesi í Fótbolta.net mótinu en hann skoraði meðal annars í leik gegn Augnabliki um 5. sætið í C-deild um síðustu helgi.

Álftanes er nýliði í 3. deildinni en liðið komst upp um deild í vetur eftir að Höttur og Huginn sameinuðust.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner