Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. mars 2019 18:58
Brynjar Ingi Erluson
PSG íhugar að kæra Evra - „Unnum ykkur með D-liðinu okkar"
Patrice Evra
Patrice Evra
Mynd: Evra/Twitter
Franska félagið Paris Saint-Germain íhugar að kæra Patrice Evra, fyrrum leikmann Manchester United, fyrir ummæli hans eftir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dögunum.

PSG vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu á Old Trafford og ekki útlit fyrri að United myndi koma til baka í síðari leiknum í Frakklandi.

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær gerðu það samt sem áður og er liðið nú komið í 8-liða úrslit þar sem það mætir Barcelona.

Franski vinstri bakvörðurinn Patrice Evra fór mikinn á samfélagsmiðlum eftir sigur United en PSG íhugar nú að kæra hann fyrir niðrandi ummæli um liðið.

Evra lýsti PSG sem hommum og kallaði þá einnig bleyður en hann sagði þetta í leigubíl í París.

„Meira að segja frændi minn sem er hérna fyrir framan bílinn er brjálaður út í ykkur. Þið eruð hommar, ekkert nema hommar skal ég segja ykkur. United stillti upp D-liðinu á móti ykkur og unnu," sagði Evra meðal annars.

PSG harmar ummæli Evra.

„Paris Saint-Germain fordæmir þessi ummæli Patrice Evra gagnvart félaginu, fulltrúum þess og einnig gagnvart Jerome Rothen," sagði í yfirlýsingu PSG.

Rothen lék með Evra hjá Mónakó en hann lét vinstri bakvörðinn heyra það fyrir ummælin. Evra svaraði honum og hótaði því að slá hann næst þegar hann myndi sjá hann.
Athugasemdir
banner
banner