Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. júlí 2019 13:30
Brynjar Ingi Erluson
ÍBV lánar Frans í KFG (Staðfest)
Frans Sigurðsson er mættur í Garðabæinn
Frans Sigurðsson er mættur í Garðabæinn
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KFG í 2. deildinni heldur áfram að styrkja sig en félagið er búið að fá Frans Sigurðsson á láni frá ÍBV.

Frans er fæddur árið 1999 og var á láni hjá Haukum en hann spilaði aðeins fimm leiki fyrir Hauka í ár.

Hann byrjaði aðeins einn leik og ákvað því ÍBV að kalla hann til baka og lána hann í KFG.

KFG er 10. sæti deildarinnar með 12 stig en hann er þriðji leikmaðurinn sem liðið fær á tveimur dögum.

Helgi Jónsson og Ólafur Bjarni Hákonarson komu á láni frá Stjörnunni í gær.

KFG mætir Dalvík/Reyni í kvöld og er Frans þá kominn með leikheimild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner