fös 19. júlí 2019 11:54
Magnús Már Einarsson
Iosu Villar í KA (Staðfest)
Mynd: KA
KA hefur fengið spænska miðjumanninn Iosu Villar til liðs við sig en hann hefur skrifað undir samning út árið.

Iosu er 32 ára öflugur miðjumaður og mun koma með aukna vídd í leik liðsins segir í tilkynningu frá KA.

„KA seldi á dögunum Daníel Hafsteinsson til Helsingborgs IF og ljóst að liðið þurfti að fylla hans skarð og bindum við miklar vonir við hann það sem eftir er af tímabilinu," segir í tilkynningu frá KA.

Iosu hefur spilað í spænsku C-deildinni allan sinn feril en hann spilaði með Ibiza á síðast tímabili.

Næsti leikur KA er gegn ÍA á heimavelli á laugardaginn.

Iosu er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner