Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ronaldo fékk rautt og fór grátandi af velli
Í fyrsta sinn var Ronaldo rekinn út af í Meistaradeildinni.
Í fyrsta sinn var Ronaldo rekinn út af í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var í fyrsta sinn að fá rautt spjald í Meistaradeildinni og það í sínum fyrsta leik með Juventus í keppninni.

Ronaldo sparkaði í Jeison Murillo, leikmann Valencia, sem féll um koll, Ronaldo lét hann í kjölfarið heyra það og klappaði honum á höfuðið. Portúgalinn fékk fyrir það að líta beint rautt spjald. Felix Brych og félagar hans í dómarateyminu sáu sér ekki annað fært en að reka Ronaldo af velli.

Smelltu hér til að sjá atvikið - Smelltu hér til að sjá nærmynd af atvikinu.

Ronaldo var í sárum og grét þegar hann gekk af velli. Þetta var tilfinningaþrungið fyrir hann.

Hann gæti misst af leikjum gegn Manchester United ef hann fær meira en eins leiks bann fyrir þetta.

Ronaldo fór af velli á 29. mínútu en staðan er 1-0 fyrir Juventus. Miralem Pjanic skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner