Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Patrik Atlason og Jón Arnar í KFG (Staðfest)
Patrik Atlason er kominn í KFG.
Patrik Atlason er kominn í KFG.
Mynd: KFG
Þriðju-deildarlið KFG er að styrkja sig fyrir seinni hluta tímabilsins og fékk tvo leikmenn til liðs við sig í gær.

Þetta eru sóknarmennirnir Jón Arnar Barðdal og Patrik Snær Atlason sem hafa fengið félagaskipti í KFG og verða löglegir í næsta leik.

Patrik er 24 ára gamall og hefur spilað með Víði Garði undanfarið eitt og hálft ár, samtals 28 leiki í deild og bikar.

Hann hefur fyrr á ferlinum leikið með ÍR, Njarðvík og uppeldisfélagi sínu Víkingi Reykjavík.

Jón Arnar Barðdal er 23 ára og uppalinn hjá Stjörnunni. Hann spilaði 15 leiki með ÍR í fyrra og skoraði tvö mörk en hefur einnig leikið með Fjarðabyggð, Þrótti og Skínanda.

KFG er í 3. sæti þriðju deildar með 18 stig, einu stigi frá KH í öðru sætinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner