Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edson Alvarez til Ajax (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollensku meistararnir í Ajax eru að fylla í skarð Matthijs de Ligt sem fór til Juventus með fjölhæfa mexíkóska varnarmanninnum Edson Alvarez.

Hann kemur frá Club America í Mexíkó fyrir að því er talið vera 14 milljónir punda og skrifar hann undir fimm ára samning við Ajax.

Ajax hefur lengi fylgst með hinum 21 árs gamla Alvarez, sem er fjölhæfur varnarmaður sem getur einnig leyst stöður á miðjunni.

Í vikunni missti Ajax hinn 19 ára gamla Matthijs de Ligt til Juventus. De Ligt fór á kostum á síðasta tímabili er Ajax varð hollenskur deildar- og bikarmeistari. Hann var fyrirliði liðsins sem var einnig hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner