Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 12:03
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn lánaður til Rubin Kazan (Staðfest)
Mynd: Eyþór Árnason
Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir Rubin Kazan og mun leika fyrir félagið á lánssamningi út leiktíðina. Hann fær treyju númer 8.

Landsliðsmanninn Viðar Örn þarf ekki að kynna fyrir lesendum en hann er búinn að gera 7 mörk í 15 deildarleikjum að láni hjá Hammarby í sumar. Hann er samningsbundinn FK Rostov en félagið getur ekki lofað honum nægum spiltíma og lánar því út.

Viðar hefur gert góða hluti og verið iðinn við markaskorun hvert sem hann hefur komið nema í Rússlandi þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti. Nú fær hann annað tækifæri til að sanna sig í Rússlandi eftir að hafa verið nánast óstöðvandi í Ísrael, Kína og Svíþjóð.

Hann lék fyrir Maccabi Tel Aviv í fyrra þegar Rostov keypti hann fyrir 2,5 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner