mán 20. ágúst 2018 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Hlauptu eða ég drep þig
Mynd: Getty Images
„Við getum spilað betri fótbolta, það er á hreinu. Það var mikið í gangi í fyrri hálfleiknum svo það var ekki auðvelt að taka réttar ákvarðanir. Þeir áttu sín augnablik. Ég veit að við þurfum að spila mikið betur, en í kvöld er ánægður," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á þessu mánudagskvöldi.

„Crystal Palace er mjög gott fóboltalið með einfalt, en skýrt leikplan. Þeir reyndu að skapa usla með löngum boltum," sagði Klopp og hrósaði miðverðinum Virgil van Dijk, sem var besti maður vallarins. „Ég veit ekki um marga miðverði í heiminum sem geta tekist á við Christian Benteke eins og Virgil van Dijk gerði í kvöld."

„Þetta var ekki frábær frammistaða - bakverðir okkar geta spilað 70-80% sinnum betur - en ég er mjög ánægður með úrslitin."

Liverpool var marki og yfir og einum manni fleiri þegar lítið var eftir en Klopp var snælduvitlaus á hliðarlínunni og barði lið sitt áfram. Það skilaði sér því Sadio Mane skoraði á síðustu mínútu uppbótartímans og innsiglaði sigurinn.

„Á þessum mínútum er bensínið mjög lítið og leikmennirnir þurfa kannski hjálp frá reiðum þjálfara sem segir: 'hlaupið eða ég drep þig' - og þeir gerðu það."

Var Liverpool að senda hinum liðum deildarinnar skilaboð í kvöld?

„Ég hef ekki áhuga á því að senda Manchester City eða öðrum liðum skilaboð. Ég vil vinna fótboltaleiki og við gerðum það í kvöld. Það er of snemmt að tala um titilbaráttu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner