fim 21. febrúar 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin (Staðfest)
Deildin mun heita Pepsi Max-deildin næstu þrjú ár.
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar og Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar og Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Pepsi-Max deildin
Mynd: Twitter
Ölgerðin hefur ákveðið að Pepsi-deildin breyti um nafn og mun hún heita Pepsi Max-deildin á komandi tímabili.

Þetta hefur verið í umræðunni í talsverðan tíma en Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður sagði á Twitter að nýja nafnið væri staðfest.

„Athyglisvert! Pepsi deildin hefur verið mjög sterkt brand .. það verður krefjandi að plögga nýju nafni inn," skrifar Gunnlaugur Jónsson á Twitter.

Á meðfylgjandi mynd má sjá að allt er klárt í að kynna nýja nafnið en Fótbolti.net fékk ekki boð á þá kynningu.



Uppfært: Send hefur verið fréttatilkynning sem segir að Pepsi Max-deildin verði nafn deildarinnar næstu þrjú árin.

„Nafnabreytingin úr Pepsideildin í Pepsi Max deildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max. Okkur þykir líka eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika," segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner