Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. júlí 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu bestu kaup sumarsins hingað til
Rui Patricio verður á milli stanga Wolves.
Rui Patricio verður á milli stanga Wolves.
Mynd: Getty Images
Torreira var frábær með Sampdoria á síðasta tímabili.
Torreira var frábær með Sampdoria á síðasta tímabili.
Mynd: Arsenal
Miklar vonir eru bundnar við Naby Keita.
Miklar vonir eru bundnar við Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Það er ekkert grín að vera dýrasti leikmaðurinn í sögu Man City.
Það er ekkert grín að vera dýrasti leikmaðurinn í sögu Man City.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarfélög hafa farið mishratt af stað á félagaskiptamarkaðinum í sumar.

Markaðurinn er styttri en áður þar sem ákveðið hefur verið að loka honum fyrir fyrsta deildarleik tímabilsins.

Manchester United mætir Leicester City í fyrsta leik föstudaginn 10. ágúst og því verður markaðinum lokað fimmtudagskvöldið 9. ágúst.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá tíu bestu kaup sumargluggans hingað til, tekin saman af Sky.

Kaupin eru ekki í sérstakri röð.

Rui Patricio - Wolves
Landsliðsmarkvörður Portúgala sem vann EM 2016. Kemur inn í ferskt lið með portúgalskan stjóra og leikmannakjarna.

Lucas Torreira - Arsenal
Gerði frábæra hluti með Sampdoria í ítalska boltanum og vann sig inn í byrjunarlið Úrúgvæ á HM. Vinnusamur, varnarsinnaður miðjumaður með góðan hægri fót.

Jean Michael Seri - Fulham
Var eftirsóttur af stórliðum á borð við Barcelona og Chelsea í janúar en Nice neitaði að selja hann. Orkumikill miðjumaður með frábæra sendingagetu.

James Maddison - Leicester
Maddison er 21 árs og er séður sem mögulegur arftaki Riyad Mahrez á hægri kantinum. Hann skapaði 124 marktækifæri fyrir Norwich á síðasta tímabili, meira en allir aðrir.

Naby Keita - Liverpool
Orkumikill og fjölhæfur miðjumaður sem er gríðarlega öflugur bæði varnar- og sóknarlega. Hann er svipuð týpa og Georginio Wijnaldum og munu þeir væntanlega berjast um byrjunarliðssæti.

Riyad Mahrez - Manchester City
Mahrez hefur viljað yfirgefa Leicester frá því að félagið vann ensku úrvalsdeildina og loksins fékk hann ósk sína uppfyllta. Hann varð dýrasti leikmaður í sögu Manchester City og það verður áhugavert að sjá hvernig Pep Guardiola mun nota hann í vetur.

Fred - Manchester United
Fred gæti fullkomnað miðjuna hjá Manchester United þar sem menn á borð við Paul Pogba, Nemanja Matic og Ander Herrera eru fyrir. Fred er sterkur varnarlega og með yfirburðar sendingagetu.

Jorginho - Chelsea
Sarri ætlar að breyta leikstíl Chelsea og til þess þarf hann Jorginho sem verður væntanlega í lykilhlutverki á miðjunni. Jorginho hefur sýnt mikla yfirburði þegar það kemur að fjölda sendinga og heppnuðum í ítalska boltanum undanfarin ár. Hann átti 3197 sendingar fyrir Napoli á síðasta tímabili, mest allra í helstu deildum Evrópu.

Felipe Anderson - West Ham
West Ham bætti félagsmet til að kaupa brasilíska sóknartengiliðinn fjölhæfa Felipe Anderson. Hann gerði góða hluti á fimm árum hjá Lazio en náði litlum spilatíma síðasta tímabil vegna meiðsla. Anderson getur spilað á sitthvorum kantinum, í holunni eða frammi og er þekktur fyrir hraða sinn og góða skottækni. Hann er einstaklega fær í að taka menn á.

Fabinho - Liverpool
Fabinho byrjaði sem hægri bakvörður á láni hjá varaliði Real Madrid en var breytt í djúpan miðjumann hjá Mónakó og þar fann hann sig heldur betur. Hann er traustur djúpur miðjumaður sem gæti myndað magnað samstarf með Naby Keita.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner