Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti markvörður HM til Atletico Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski markvörðurinn Sari van Veenedvaal er gengin í raðir Atletico Madrid á Spáni.

Van Veenedvaal vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Hollandi á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Hún var valin besti markvörður mótsins, en Holland tapaði gegn Bandaríkjunum í úrslitaleiknum.

Hún er 29 ára gömul og hefur frá 2015 leikið með Arsenal á Englandi. Hún framlengdi ekki við félagið eftir síðustu leiktíð og rann samningur hennar út í sumar.

Nýja félag hennar er Atletico Madrid sem varð spænskur meistari á síðasta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner