Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 21. október 2018 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Hafþór Þrastarson og Sindri Þór í Hauka (Staðfest)
Hafþór við undirskriftina.
Hafþór við undirskriftina.
Mynd: haukar
Kristján Ómar Björnsson þjálfari Hauka er byrjaður að safna liði fyrir komandi átök í Inkasso deildinni næsta sumar. Hann hefur nú fengið Hafþór Þrastarson og Sindra Þór til liðs við Hauka.

Hafþór Þrastarson kemur frá Selfossi en hann hefur spilað þar undanfarin tímabil. Hafþór lék með Haukum tímabilin 2013 og 2014. Hann á að baki 43 leiki fyrir Hauka.

„Við Kristján Ómar höfum þekkst lengi og ég veit fyrir hvað hann stendur, við áttum gott spjall og hann seldi mér þetta um leið. Hér er mikið af af góðum leikmönnum sem ættu að geta gert mjög góða hluti næsta sumar," sagði Hafþór við undirskriftina.

Sindri Þór Sigþórsson er einnig genginn til liðs við Hauka frá Fjölni. Hann er fæddur árið 1999 og er markvörður. Sindri lék fjóra leiki með Elliða í 4. deildinni í sumar.

Sindri er ætlaður til að veita Óskari Sigþórssyni samkeppni um markvarðarstöðuna næsta sumar. Óskar hefur einnig skrifað undir nýjan samning við Hauka.

„Ég myndi segja að ég væri köttur milli stanganna, maður er lítill og snöggur. Manni hefur oft verið líkt við Keylor Navas eða Iker Casillas," sagði Sindri þegar hann var beðinn um að lýsa sér sem markverði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner