Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. nóvember 2018 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Atli Freyr Ottesen í Víði (Staðfest)
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Atli Freyr Ottesen Pálsson er genginn til liðs við Víði í Garði eftir að hafa leikið fyrir Álftanes og Njarðvík í sumar.

Atli Freyr er fæddur 1995 og leikur á kantinum eða í fremstu víglínu. Hann á tíu Pepsi-deildarleiki að baki fyrir Stjörnuna og hefur einnig spilað fyrir Leikni R., Gróttu, KV og Skínanda.

Atli var aðeins 19 ára gamall þegar hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014. Hann kom við sögu í átta deildarleikjum það sumarið.

Þá er Jón Tómas Rúnarsson búinn að skrifa undir samningsframlengingu við Víði. Jón Tómas er varnarmaður fæddur 1996 og á 41 leik að baki fyrir Víði síðustu tvö keppnistímabil.

Víðir mun leika í 2. deildinni næsta sumar eftir að hafa rétt sloppið frá falli í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner